Skráning iðkenda 2021-2022

Kæru forráðamenn, iðkendur og aðrir HK-ingar

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar hjá öllum deildum og eru æfingatöflur vetrarins tilbúnar og aðgengilegar á vefsíðu félags. Þær gætu þó tekið breytingum og biðjum við því forráðamenn að fylgjast vel með hjá viðkomandi deild.

Íþróttaskóli HK verður einnig á sínum stað í vetur og verður tilkynnt sérstaklega þegar tímatafla liggur fyrir og skráning hefst.

Sú breyting hefur orðið á að nú fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler. Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum forritið og því mikilvægt að kynna sér umhverfið vel. En við skráningu fara iðkendur sjálfkrafa inn í viðkomandi flokka/hópa á Sportabler og þar eru allir æfingatímar birtir og uppfærðir eftir því sem við á. Viljum við biðja ykkur að yfirfara vel allar upplýsingar (netföng og síma) en skráningar eru eru ákveðið öryggistæki og mikilvægt að réttar upplýsingar séu til staðar þegar ná þarf í aðstandendur.

Einnig viljum við biðja ykkur að lesa skráningar leiðbeiningar vel en þar má finna leiðbeiningar fyrir notkun frístundastyrks, fjölgreina/systkinaafslátt sem og skráningar- og notendaleiðbeiningar fyrir Sportabler. 

smellið hér fyrir leiðbeiningar og skráningarhlekk