Sóttvarnarreglur BLÍ um æfingar og keppni

Stjórn blakdeildar vill vekja athygli iðkenda á sóttvarnarreglum sem Blaksambandið hefur birt og gilda um framkvæmd æfinga og keppni. Þær voru uppfærðar þann 7. september og eru aðgengilegar á vef BLÍ. Hvetjum við alla til að kynna sér reglurnar og fara eftir þeim.  Aðrar upplýsingar um sóttvarnir verða settar hér inn á vef BLÍ þegar við á

Þá gaf ÍSÍ þann 15. september út leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum sem við hvetjum alla til að kynna sér.