Styttist í veislu ársins

Það er komið að árlegum hápunkti vetrarins!

Þorrablóti HK! Við blásum til ógleymanlegrar kvöldstundar, föstudaginn 30. janúar 2026, þar sem húmor, tónlist og stemming verða í fararbroddi.

Veislustjórar kvöldsins: Engir aðrir en Auðunn Blöndal og Steindi Jr. Trygging fyrir hlátri og fjöri frá upphafi til enda.

Tónlist og skemmtun: Magni, Hreimur, Erna Hrönn stíga á svið og sjá til þess að dansgólfið logi langt fram á nótt.

Þorramatur, drykkir og góð stemning í fínu formi allt sem þarf til að byrja árið með pomp og prakt. Miðaverð: 16.500 kr.

Ekki láta þig vanta! Vertu hluti af bestu veislu ársins!

Miðasala: HÉR