- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Handknattleiksfélag Kópavogs
- Happdrætti 2025
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson nýr framkvæmdastjóri HK
Handknattleiksfélag Kópavogs hefur gengið frá ráðningu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í starf framkvæmdastjóra HK. Sveinbjörn hefur langa reynslu úr félagsstarfi, meðal annars sem stjórnarformaður hestamannafélagsins Spretts þar sem hann stýrði fjölmörgum verkefnum og gegndi jafnframt öðrum trúnaðarstörfum. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað á fjármálamarkaði í 22 ár.
Árnína Steinunn Kristjánsdóttir formaður HK:
„Það er afar ánægjulegt að fá jafn öflugan leiðtoga og Sveinbjörn til starfa. Hann býr yfir víðfeðmum bakgrunni sem nýtist vel við stjórn stórs og fjölbreytts íþróttafélags. Starfsemi HK er umfangsmikil og krefst skýrrar forystu, framsýni og skýrrar stefnu. Á næstunni bíða okkar stór verkefni, þar á meðal áframhaldandi vinna með bæjaryfirvöldum við hönnun og uppbyggingu stúku á félagssvæðinu okkar við Vatnsenda og markvissar aðgerðir til að draga úr brottfalli barna og styrkja nýliðun. Ég hlakka til að sjá Sveinbjörn leiða þessi verkefni áfram.
Um leið vil ég þakka fráfarandi framkvæmdastjóra, Söndru Sigurðardóttur, fyrir einstaklega gott samstarf. Hún skilur eftir sig sterkt og vel rekið félag, með öflugu íþróttastarfi og ánægju meðal iðkenda og starfsfólks.“
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, nýráðinn framkvæmdastjóri HK:
„Ég hlakka mikið til að hefja störf hjá HK og taka þátt í að efla og stækka félagið. HK býr yfir miklum styrkleikum, metnaðarfullum þjálfurum og öflugum hópi sjálfboðaliða. Með um þrjú þúsund iðkendur eru tækifærin fjölmörg og framtíðin björt, og við ætlum okkur að fjölga iðkendum enn frekar um leið og við sækjum titla af festu og fagmennsku.“