Takk Elías Már!

Mynd: Vísir/Daníel
Mynd: Vísir/Daníel

Handknattleiksdeild HK vill þakka Elíasi Má Halldórssyni fyrir samstarfið s.l. tvö ár en hans síðasti starfsdagur fyrir félagið var í dag, 31. maí.


Við erum einstaklega þakklát fyrir hans framlag til HK, þakklát fyrir þau störf sem Elías Már hefur unnið af hendi síðan hann kom inn í félagið sem þjálfari meistaraflokks karla og sem yfirþjálfari barna og unglinga hjá handknattleiksdeildinni.

Elías Már náði einkar góðum árangri með meistaraflokk karla en á dögunum varð HK deildarmeistari Grill 66 deildarinnar og tryggði sér þar með sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

Við óskum Elíasi Má alls hins besta og velfarnaðar á nýjum stað en hann mun nú flytja til Noregs hefja þar störf í Fredrikstad.


  GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR