Takk fyrir stuðninginn!


Fyrr á árinu voru sendar valgreiðslur í heimabanka stuðningsmanna HK að upphæð 2500 krónur.

Viljum við þakka stuðningsmönnum okkar kærlega fyrir veittan stuðning á árinu. Þinn styrkur mun nýtast í uppbyggingu faglegs starfs félags.

Valgreiðslan er hugsuð sem leið stuðningsmanna til að styðja með beinum hætti við starf félags ef þeir vilja.

Greiðsluseðill á að hafa birst í heimabanka undir flokknum valgreiðslur og mun krafan detta sjálfkrafa út eftir ákveðinn tíma.

Takk aftur fyrir ómetanlegan stuðning, við hlökkum til að gera gott félag enn betra með ykkar stuðningi árið 2022!

Njótið aðventunar og áfram HK!