HK foreldrar athugið

Kæru HK foreldrar

Að gefnu tilefni langar okkur að koma eftirfarandi skilaboðum til foreldra og forráðamanna iðkenda í HK. Kórinn er opinn fyrir iðkendur sem vilja koma og nýta knatthúsið til að æfa sig utan síns æfingatíma. Það er því alltaf líf og fjör í Kórnum og svoleiðis viljum við hafa það. Glaða, hrausta, duglega og flotta krakka sem koma alla daga og fram á kvöld að æfa sig.

Það eru forréttindi að geta boðið upp á þessa þjónustu og erum við stolt af því. Við viljum þó benda á að mikilvægt er fyrir þá sem nýta þessa þjónustu okkar að fara eftir settum reglum. Reglur Kórsins eru:

Komum fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur
Förum eftir fyrirmælum þjálfara og starfsmanna hússins
Göngum vel um húsið okkar og höldum því hreinu.
Berum virðingu fyrir öðrum og eigum annara
Neyðarhurðirnar á einungis að opna í neyð
Neysla matar er ekki leyfileg í knatthúsinu
Vímuefni eru með öllu óheimil
Engin hjól í knatthúsinu

Skemmdarverk eða brot á reglum hússins geta leitt til þess að iðkendum verði tímabundið vikið úr knatthúsinu.