Tilkynning frá formanni HK.

Birgir Bjarnason fjármálastjóri og fyrrum framkvæmdastjóri HK hefur ákveðið að láta af störfum vegna aldurs. Birgir hóf störf hjá HK haustið 2005 og gegndi starfi framkvæmdastjóra félagsins til ársins 2018. Hann tók þá við starfi fjármálastjóra og hefur gegnt því starfi fram til dagsins í dag. Félagið hefur vaxið hratt á þessum árum og vill Sigurjón Sigurðsson, formaður HK, þakka Birgi fyrir að stýra félaginu síðustu 15 árin af mikilli festu.
HK þakkar Birgi fyrir sín störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Sigurjón Sigurðsson formaður HK