Árgangur 2006 útskrifaður.
Tímamót eru hjá iðkendum okkar í fótboltanum, fæddum 2006 nú í haust, því að loknu þessu tímabili er framlagi þeirra og lærdómi í yngri flokka starfi HK lokið.
Þeim var því öllum boðið til pizzuveislu í boði HK, þar sem horft var yfir farinn veg í formi fjölmargra minninga sem skapast hafa innan vallar og utan. Frábærir sigrar, svekkjandi töp, ferðalög, skemmtileg atvik og uppákomur, eftirminnilegir samherjar, mótherjar, þjálfarar og svo framvegis.
Nóg er til að sögum eftir margra ára ferli, sem hjá sumum iðkendum spannar sextán ár og þar af leiðandi óteljandi skipti sem skórnir hafa verið reimaðir á sig fyrir æfingar og keppni, sem kölluðu fram aukna færni og ýttu undir ýmis konar þroska.
Ekki var síður horft til framtíðar og velt upp þeim möguleikum sem eru til staðar fyrir þetta unga og efnilega fólk, bæði tíl að halda áfram að þróa sinn knattspyrnuferil og ekki síður til að halda tengslum við félagið, því eins og gengur, fá ekki allir iðkendur kallið í meistaraflokk félagsins.
Þá voru allir iðkendur kallaðir upp og þeim gefið gott klapp fyrir sitt framlag , auk þakkargjafar fyrir samveruna í formi minjagrips.
Aðalmarkmið með starfinu okkar eru að hjá HK læri fólk, í öruggu og uppbyggjandi umhverfi að sjá um sig sjálft, bæði innan fótboltavallar og utan og byggi sér upp sett verkfæra til að geta tekist á við öll þau verkefni sem lífið býður upp á. Aðalmarkmiðið er þó að þegar þau keyra fram hjá HK svæðinu hugsi þau:
"Þarna var gaman".
Meginskilaboðin eru að okkur þykir vænt um þessa frábæru HK-inga. Við erum þakklát fyrir þeirra framlag, óskum þeim innilega til hamingju með það og vonum innilega að þau tengist félaginu áfram og til framtíðar, með sem allra jákvæðustum hætti.

Útskriftarárgang 2006 skipa:
Arnar Elmarsson
Arnar Geir Ómarsson
Benedikt Briem
Eydís Brynja Tómasdóttir
Flóki Kristmar Magnússon
Friðjón Ingi Guðjónsson
Grímur Logi Kristinsson
Halldóra Kirstín Ágústsdóttir
Hanna Björg Einarsdóttir
Hilmir Bjarki Hjartarson
Hólmfríður Þrastardóttir
Hulda Hanna Vignisdóttir
Jóhann Kroknes Torfason
Karolína Embla Guðmundsdóttir
Katrín Rósa Egilsdóttir
Kári Örvarsson
Kristjana Ása Þórðardóttir
Kristófer Máni Karlsson
Magnús Arnar Pétursson
Margrét Þrastardóttir
Mikael Logi Gunnarsson
Reynir Leó Egilsson
Sara Guðlaug Héðinsdóttir
Sóley Lárusdóttir
Steinn Logi Gunnarsson
Styrmir Hjaltalín
Thelma Björk Steinarsdóttir