Tryggjum gott umhverfi í Kórnum
Starfsfólk HK vill minna á að iðkendur HK eru velkomnir að æfa sig í knatthúsinu innan útivistartíma. Markmiðið er að skapa öruggt og jákvætt umhverfi þar sem börn geta stundað sína hreyfingu við góðar aðstæður.
Mikilvægt er að hafa í huga að Kórinn sjálfur er ekki leiksvæði og iðkendur eiga ekki að dvelja í öðrum rýmum hússins.
Þau börn sem koma utan skipulagðra æfinga eru á ábyrgð forráðamanna, en á æfingatímum taka þjálfarar við ábyrgðinni.
Við þökkum öllum fyrir að hjálpast að við að fara eftir settum reglum og halda umhverfinu í Kórnum öruggu.