Ungir HK-ingar boðaðir í landslið


Þjálfarar U-16, U-19 og U-21 karla í knattspyrnu hafa nýlega gefið út hópa fyrir næstkomandi verkefni.

HK-ingar mega vera stoltir þar sem þrír ungir leikmenn félagsins hafa verið valdnir í liðin. Þeir Valgeir Valgeirsson, Ólafur Örn Ásgeirsson og Kristján Snær Frostason.

Valgeir Valgeirsson hefur verið valinn í æfingahóp U-21 sem mun taka þátt í undankeppni EM 2023 í september. Valgeir er 18 ára og nýkominn aftur í HK eftir að hafa verið á láni hjá Brentford.

Ólafur Örn Ásgeirsson var nýlega valinn í hóp U-19 sem mun spila tvo vináttuleiki við U-19 og U-21 landslið Færeyja núna á næstunni. Ólafur er 18 ára gamall markmaður.

Kristján Snær Frostason hefur verið valinn í æfingahóp U-16. Kristján er 16 ára og er nýbúinn að skrifa undir sinn fyrsta samning við HK.

Við óskum strákunum og liðunum góðs gengis í þeirra verkefnum!


 

  GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR