Uppskeruhátíð meistaraflokka handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild HK var með uppskeruhátíð meistaraflokka félagsins þann 4. júní síðastliðinn.

Bæði lið spiluðu í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð og voru í harðri baráttu um Olísdeildarsæti. Meistaraflokkur kvenna tryggði sér sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð en meistaraflokkur karla rétt missti af Olísdeildarsæti en stefnan er að sjálfsögðu sett þangað.

Á uppskeruhátíðinni voru eftirtaldir leikmenn heiðraðir:

100 leikir með meistaraflokki:

Garðar Svansson, Sóley Ívarsdóttir, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Sigríður Hauksdóttir

Liðstjórar og búningastjórar:

Brynja Ingimarsdóttir og Gunnþór Hermannsson

Leikmaður ársins í U-liði var valinn:

Ingólfur Páll Ægisson

Efnilegustu leikmenn voru valdir:

Tinna Sól Björgvinsdóttir og Sigurjón Guðmundsson

Leikmenn ársins voru valdir:

Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Kristófer Dagur Sigurðsson