Útdrætti happdrættis Knattspyrnudeildar HK frestað til 25. september

Knattspyrnudeild HK vill vekja athygli á því að útdrætti árlegs happdrættis deildarinnar, sem upphaflega átti að fara fram 25. ágúst, hefur verið frestað til 25. september næstkomandi.

Happdrættið hefur ávallt verið einn af stærstu fjáröflunum deildarinnar og skipar mikilvægan sess í starfinu okkar. Miðinn kostar aðeins 2.500 kr., og með kaupum styðjið þið beint við alla þá frábæru iðkendur og sjálfboðaliða sem halda starfinu okkar gangandi. ⚽️❤️

👉 Dregið verður út hjá sýslumanni þann 25. september og er ljóst að það er sannkallaður fjársjóður í pottinum, hvorki meira né minna en 111 vinningar að andvirði 2,3 milljóna króna! 😍

🎁 vinningaskrá er að finna á heimasíðunni: Hér 

Við hvetjum alla stuðningsmenn, fjölskyldur og vini til að taka vel á móti iðkendum knattspyrnudeildarinnar, hver seldur miði skiptir máli og gerir gæfumuninn fyrir starfið okkar.

 

ÁFRAM HK! 🔴⚪️