Valgeir á reynslu hjá AaB

Valgeir Valgeirsson er á reynslu hjá danska úrvalsdeildarliðinu AaB þessa vikuna.

Danska liðið er í vetrarfríi en er að spila æfingaleiki. Valgeir spilaði heilan hálfleik með liðinu þegar það vann 2-0 sigur á AGF á þriðjudaginn. 

AaB er í 6 sæti dönsku deildarinnar. Með Valgeiri í för er Viktor Bjarki Arnarsson aðstoðarþjálfari mfl kk.

Við hjá HK óskum Valgeiri góðs gengis á reynslutíma sínum með liðinu.

Áfram HK!!