Valgeir Valgeirsson í æfingahópi U21

 

Davíð Snorri Jónasson U21 landsliðsþjálfari hefur valið æfingahóp fyrir U21 landslið Íslands. 

Æfingarnar eru undirbúningur fyrir leikinn gegn Portúgal 12. október og fara fram dagana 5.-7.október. Lokahópur verður tilkynntur laugardaginn 9. október.

HK á sinn fulltrúa í hópnum, hinn efnilega Valgeir Valgeirsson.

Til hamingju Valgeir!

Áfram HK!