Valgerður Lilja Arnarsdóttir framlengir við HK

Valgerður Lilja Arnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við HK. Samningurinn gildir út árið 2023.

Valgerður er uppalin HK-ingur og hefur spilað upp alla yngri flokka félagsins. Valgerður hóf sinn meistaraflokksferil árið 2020 og hefur síðan spilað 38 leiki og skorað tvö mörk. Undanfarið ár hefur Valgerður stundað nám við Oakland Háskóla í Bandaríkjunum og staðið sig vel.

Valgerður hefur yfirleitt leikið sem hægri bakvörður, hún er fljót, líkamlega sterk og hefur góða tækni. Í sumar lenti hún í að slíta krossband sem hefur haldið henni frá keppni síðustu mánuði. Valgerður er metnaðargjörn og hefur hún staðið sig mjög vel í sinni endurheimt. Við óskum Valgerði til hamingju með samninginn og erum spennt að sjá hana aftur á vellinum.

Ljósm. Hulda Margrét