Vegna fyrirhugaðs kvennaverkfalls 24. október má gera ráð fyrir fjarveru kvenna og kvára sem starfa hjá Handknattleiksfélagi Kópavogs (HK), bæði á skrifstofu félagsins og í Kórnum.
Af þeim sökum gæti þjónusta og svörun tafist þann dag.
HK styður við kvennaverkfallið og markmið Kvennaársins 2025,
sem miðar að því að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna og kvára í samfélaginu og hvetja til raunverulegs jafnréttis á öllum sviðum.
Við stöndum saman fyrir jöfnum tækifærum, óháð kyni, kynhneigð, uppruna, trú, lit eða fötlun.