Verðlaunahafar á lokahófi HSÍ

Mynd: HSÍ
Mynd: HSÍ

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilunum í Olís- og Grill 66 deildum karla og kvenna.

 

Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og áttu HK-ingar tvo fulltrúa á meðal þeirra er þóttu skara fram úr. 

 

Elías Már Halldórsson var valinn besti þjálfari Grill 66 deildar karla. Hann var ekki á landinu og tók því Daníel Berg Grétarsson við viðurkenningunni fyrir hans hönd.

 

Sara Katrín Gunnarsdóttir uppskar þrenn verðlaun, hún var markahæsti leikmaður Grill 66 deildarinnar, besti sóknarmaðurinn og efnilegasti leikmaðurinn.

 

Við HK-ingar erum afar stolt af okkar fólki og óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin.


 GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR