Við kynnum sumarstarfsmenn skrifstofu HK til leiks

 
_

Við kynnum sumarstarfsmenn á skrifstofu HK til leiks þau Sindra og Aleksöndru sem hófu störf núna um mánaðarmótin og munu vera okkur innan handar í sumar.

Sindri kemur inn sem Verkefnastjóri Knattspyrnudeildar og Aleksandra sem samfélagsmiðlafulltrúi HK.

Sindri Þór Þorgeirsson 33 ára gamall. Uppalinn í Laugardalnum þar sem hann lagði stundir við knattspyrnu á sínum yngri árum. Sindri útskrifast nú í vor með BSc gráðu í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík.

Aleksandra Agata Knasiak er 22 ára gömul. Hún æfði um tíma blak með HK sem og með yngri landsliðum BLÍ. Hún útskrifast nú í vor með BSc gráðu í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík og stefnir á sálfræðinám í haust. Fyrir áhugasama er Aleksandra bloggari og samfélagsmiðla séní https://aleksandraagata.blog/.

Það er mikill liðsstyrkur fyrir HK fjölskylduna að fá þessa flottu starfsmenn inn og vonumst við til að þeim Sindra og Aleksöndru muni líða vel hjá okkur í HK.

Verið velkomin!


  GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR