Viktor Helgi gerir tveggja ára samning

Viktor Helgi gerir tveggja ára samning
Viktor Helgi gerir tveggja ára samning
Miðjumaðurinn Viktor Helgi Benediktsson skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið.
 
Tekið frá fotbolti.net:

"Viktor Helgi, sem er 25 ára gamall, er uppalinn í FH en hann þekkir til úr HK eftir að hafa spilað þar við góðan orðstír sumarið 2017. Hann hefur einnig spilað með ÍA hér á landi. Hann er eldri bróðir Adams Inga sem leikur með Gautaborg í Svíþjóð.

Viktor hefur undanfarin ár leikið erlendis eftir ásamt því að hafa verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum."

Hann hefur einnig leikið með Stord í Noregi en síðast var hann hjá AB Argir í Færeyjum.

Við bjóðum Viktor Helga hjartanlega velkominn í #liðfólksins.