Yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnudeild HK


HK óskar eftir öflugri manneskju í starf yfirmanns knattspyrnumála.

Yfirmaður knattspyrnumála tekur þátt í að móta stefnu knattspyrnudeildar HK og er ábyrgur fyrir því að henni sé framfylgt. Knattspyrnudeildin er ein af fjölmennustu deildum landsins með öflugt bakland og góða aðstöðu.

Yfirmaður knattspyrnudeildar sér um verkefnastjórn yfir faglegu starfi meistaraflokka og yngri flokka. Veitir stjórn og sjálfboðaliðum félagsins stuðning og aðhald til að vinna eftir stefnu félagsins. Veitir þjálfurum félagsins endurgjöf og stuðning. Er ábyrgur fyrir skráningu æfingaáætlana og aðgengi að þeim sem og upptökum á leikjum og æfingum. Umsækjendur skulu að lágmarki vera með UEFA A gráðu.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á Hönnu Cörlu Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra HK hannacarla@hk.is fyrir 1. maí 2022