Endurgreiðsla vegna styrktarframlaga


Velunnarar fá endurgreiðslu frá skatti

Með nýjum lögum sem samþykkt voru 1. nóvember sl. geta einstaklingar nú styrkt HK um allt að 350.000 kr. en að lágmarki 10.000 kr. á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum á skattframtali.

HK kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín. Nánari upplýsingar á RSK.IS

Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 4.000 króna styrk til HK á mánuði fær skattafslátt að fjárhæð 15.096 krónur og greiðir þannig í raun 32.904 krónur fyrir 48.000 króna styrk til félagins.

Fyrirtæki geta líka fengið skattaafslátt vegna styrkja

Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir HK um 500.000 getur lækkað tekjuskattinn sinn um 100.000. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 400 þúsund fyrir 500 þúsund króna styrk til félagsins.

Athugið að dæmið er eingöngu til upplýsinga - sjá nánar á RSK.is  Styrkur eða gjöf nær ekki til kaupa á vörum. Miðað er við algengustu skattprósentu lögaðila, þ.e 20%. Upplýsingar um gjafir og styrki koma árlega frá HK.

Svona er ferlið

Þú millifærir upphæð(ir) að eigin vali inn á reikning HK, en samtalan þarf að lágmarki að vera 10.000 kr. á almanaksári til að fá skattfrádrátt.

Rknr. 0536-26-006686, kt. 630981-0269

Sendir tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum á hk@hk.is

  • Nafn greiðanda
  • Kennitala greiðanda
  • Einnig þarf að tilgreina deild óski greiðandi eftir því, annars fara óskilyrt framlög í almannnaheillasjóð sem aðalstjórn úthlutar til allra deilda.
  • HK gefur út kvittun til greiðanda þar sem kemur fram nafn og kennitala greiðanda og fjárhæð framlags.

Frekari upplýsingar veitir fjármálastjóri HK, holmsteinn@hk.is