Íþróttaskóli HK

Íþróttaskóli HK - Haust 2019

Íþróttaskóli HKAðalstjórn HK mun starfrækja íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 30 mánaða til 5 ára í vetur í Kórnum. Þar mun fara fram fjölbreytt og skemmtileg dagskrá sem miðar að því að efla skyn- og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að taka tillit hvors til annars. 

Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnin fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera.
Forráðamenn eru hvattir til að taka þátt í tímunum með börnunum sínum og aðstoða þau eftir þörfum.

Mælt er með að börnin mæti berfætt svo þau nái sem bestu gripi á gólfinu en ef einhverjir vilja frekar vera í sokkum þá mælum við með því að það séu sokkar með gripi (stjörnum undir).

Í vetur munum við bjóða upp á tvo hópa, þ.e. eldri og yngri.

Æfingatími hjá yngri hópnum er kl.9:00-09:50. 

Yngri hópurinn er samansettur af yngstu krílunum, þeim sem eru 2 1/2 árs  til rúmlega 3 ára   

Einungis 30 pláss í boði.

Æfingatími hjá eldri hópnum er kl.10:00-10:50.

Eldri hópurinn nær til þeirra barna sem eru að verða 4 ára til 5 ára aldurs. 

Einungis 30 pláss í boði

Fyrsti tími er sunnudaginn 22. september í íþróttahúsi Kórsins. Hver tími er í 50 mínútur.

Íþróttaskólinn verður í 10 skipti og klárast 1. desember. Enginn íþróttaskóli verður 13. október mótahalds í Kórnum.

Námskeiðisverð er 15.000.- kr. Veittur er 10% systkinaafsláttur af námskeiðinu.

Búið er að opna fyrir skráningu.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um Íþróttaskóla HK í síma 441-8700 eða með því að senda tölvupóst á jonthor@hk.is


Íþróttaskóli HK