Jón Stefán ráðinn til HK

 

Knattspyrnudeild HK hefur ráðið Jón Stefán Jónsson í fullt starf hjá félaginu.

Jón Stefán, oftast kallaður Jónsi er reynslumikill þjálfari og hefur komið víða við og þjálfað hjá Haukum, KF, Tindastól, Þór og síðast Þór/KA. Einnig hefur hann verið í þjálfarateymi U19 ára landsliði kvenna.

Jónsi mun á næsta ári útskrifast með UEFA Pro gráðu frá KSÍ en fyrir er hann með UEFA A og UEFA Youth Elite (Afreksþjálfun barna og unglinga)

Hjá HK mun Jónsi sjá um afreksþjálfun 2.fl – 5.fl auk eftirfylgni og stuðning við yngra landsliðsfólk. Hann mun koma að þjálfun í yngri flokkum félagsins auk þess að koma inn í þjálfarteymi meistaraflokka karla og kvenna, þar verður hann aðstoðarþjálfari og mun sjá um leikgreiningu.

Jón Stefán: " Ég er hæst ánægður að vera kominn í HK og lýst frábærlega á þær hugmyndir sem félagið ætlar sér að vinna eftir. Möguleikar félagsins innan vallar sem utan eru sennilega þeir mestu á landinu og það er geggjað að fá að vera hluti af þeirri vegferð "

Knattspyrnudeild HK fagnar komu Jón Stefáns til félagsins og væntir mikils til samstarfsins.

Velkominn í HK Jón Stefán!