- HK
- Um HK
 - Skráning
 - Fréttir
 - Veislusalur
 - Hlaupahópur
 - Íþróttaskóli
 - Frístundarvagn
 - Rafíþróttadeild
 - Árskort
 - Handknattleiksfélag Kópavogs
 - Happdrætti 2025
 
 - Bandý
 - Borðtennis
 - Blak
 - Dans
 - Fótbolti
 - Handbolti
 - Rafíþróttir
 
_
Þær Amanda Mist Pálsdóttir og Eva Karen Sigurdórsdóttir hafa gengið til liðs við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu.
Amanda er reynslumikill leikmaður sem er uppalin á Akureyri. Hún kom inn í HK fyrir nokkrum árum og tók að sér þjálfun hjá félaginu við góðan orðstír. Hún er uppalin hjá Þór en hefur spilað með Völsungi, Aftureldingu/Fram og síðast hjá Hömrunum, einnig á hún 5 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Amanda er öflugur leikmaður sem kemur með gæði og reynslu í okkar unga leikmannahóp. Hún er fjölhæf og getur spilað í bakverði, kant og leyst af miðju. Einnig er hún mikill leiðtogi sem mun nýtast hópnum mjög vel.
Eva er uppalin hjá Fjölni og ung var hún komin í lykilhlutverk hjá liðinu. Frá Fjölni lá leið hennar til Gróttu þar sem hún spilaði í sumar. Eva á 2 leiki fyrir yngri landslið Íslands .
Eva er öflugur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á miðsvæðinu og úti á kanti. Hún hefur góða tækni, sendingar og gott auga fyrir spili.
Við bjóðum þær Amöndu og Evu velkomnar og hlökkum til að fylgjast með þeim á vellinum.


Eva Karen Sigurdórsdóttir Amanda Mist Pálsdóttir