Íþróttastefna HK


Íþróttastefna HK, eða HK-hjartað, var unnin af stjórnarmeðlimum, þjálfurum og starfsfólki félagsins á sínum tíma. Ákveðin grunnvinna átti sér stað þar sem markar þá vinnu sem búið er að klára núna. Íþróttastefnan er vinnuplagg félagsins og í stóru félagi, eins og HK er, er mikilvægt að eiga skýrar upplýsingar um starfið og hvernig það fer fram.

Ábyrgðarsvið stjórna, vinnureglur þjálfara, upplýsingar um skrifstofu félagsins ásamt verkferlum og áætlunum er til að mynda þeir þættir sem finna má í íþróttastefnu félagsins. Hægt er að skoða uppsetningu á íþróttastefnu félagsins í Prezi kynningu hér fyrir neðan textann (í vinnslu).

HK-hjartað skiptist í fjóra meginþætti, en hægt er að smella á viðkomandi þátt og kynna sér betur hvað snýr að hverjum þætti.

Upplýsingar

Hér má t.d. finna upplýsingar um skráningu iðkenda, upplýsingagjöf og miðlun þeirra, ásamt verklagsreglum um notkun samfélagsmiðla félagsins.

Félagsvitund

Hvað er HK og hver á HK? Þessar spurningar hjálpa okkur við að átta okkur á umfangi íþróttastarfs eins og HK heldur úti. Félagsvitund er víðtækt hugtak í heimi íþróttastarfs en gífurlega mikilvægt og nær allt frá sjálfboðaliðum, starfsfólki HK, til iðkenda og þjálfara félagsins með það að leiðarljósi að efla þekkingu þeirra á HK – starfsemi þess og fyrir hvað félagið stendur. Með því að elfa og auka vitund einstaklinga á félaginu þá búum við betur að því til framtíðar að eignast sanna og heila HK-inga.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þá þætti sem snúa að félagsvitundar hlutanum í HK-hjartanu.

Þjálfun og afrek

Fræðsla