Fréttir

Frítt að æfa blak í september

Boðið er upp á fríar æfingar í september, endilega komið og prófið þessa skemmtilegu íþrótt. Æfingar í Fagralundi, Kór og Kópavogsskóla. Æfingar hefjast að fullu 4. september, verið hjartanlega velkomin, hlökkum til að sjá ykkur.

HK sigur í Breiðholtinu

HK vann ÍR í Inkassódeildinni í kvöld þar sem Brynjar Jónasson gerði sér lítið fyrir og setti þrennu.

UMSK mótið að hefjast

Handboltinn rúllar af stað í vikunni hjá stelpunum okkar.

Byrjendablak HK

Langar þið til að prófa blak?

HK sigur í Kórnum í kvöld

HK vann góðan 2-0 sigur á liði Hauka í kvöld í Kórnum. Bjarni Gunnarsson skoraði fyrra mark okkar manna í kvöld og Reynir Már Sveinsson bætti við öðru marki á 77 mínútu seinni hálfleiks.

HK - Haukar í Inkassódeildinni

HK tekur á móti Haukum í Kórnum næstkomandi föstudag ⚽

HK/Víkingur tveir leikmenn til viðbótar í 100 leiki

Á síðasta heimaleik HK/Víkings gegn Tindastóli voru tveir leikmenn heiðraðir fyrir að ná 100 leikja markinu. Þær Milena Pesic og Þórhanna Inga Ómarsdóttir náðu því marki þar með og urðu tólfti og þrettándi leikmaður HK/Víkings sem nær því marki.

Tveggja ára samningur við Lemon

Handknattleiksdeild HK ásamt knattspyrnudeild HK hefur gert tveggja ára samstarfsamning við Lemon.

Brynjar Jónsson í HK

HK sem spilar í Inkasso deild karla hefur keypt Brynjar Jónasson frá Þrótti Reykjavík. Brynjar lék með Þrótti árin 2016 og 2017. Áður lék Brynjar með Fjarðarbyggð.

Handknattleiksdeild HK hefur samið við Þórunni Friðriksdóttur

Handknattleiksdeild HK hefur samið við Þórunni Friðriksdóttur fyrrum leikmann Fylkis og Gróttu til tveggja ára. Þórunn er leikmaður sem að kemur til með að styrkja okkar unga og efnilega lið í baráttunni fyrir toppsæti á komandi tímabili.