Fréttir

Halldór Jóhann Sigfússon til HK

Handknattleiksdeild HK hefur ráðið Halldór Jóhann Sigfússon sem næsta aðalþjálfara meistaraflokks karla. Samið er við Halldór Jóhann frá og með næsta keppnistímabili til þriggja ára. Stjórn handknattleiksdeildar HK þykir mikill fengur að fá jafn reyndan þjálfara til liðs við félagið og er ráðning hans liður í því að styrkja enn frekar meistaraflokk karla. Halldór Jóhann kemur til HK frá danska úrvaldsdeildarliðinu Nordsjælland Håndbold en hann var þar áður aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs TTH Holstebro. Halldór Jóhann hefur einnig þjálfað lið Selfoss, Fram og FH hér heima auk yngri landsliða ásamt því að hafa verið þjálfari landsliðs Barein á HM árið 2021. Velkominn Halldór!

Byrjendablak

Sebastian Popovic Alexandersson og Guðfinnur Kristmannsson láta af störfum hjá HK eftir lok yfirstandandi tímabils

Íþróttahátíð HK 2023

Hilmar Guðlaugsson nýr yfirþjálfari handboltans