Fótbolti

Æfingar Bandý

Ágætis fyrsta vika hjá okkur að baki og komið að nýrri. Gaman að sjá gömul andlit og einnig töluvert mörg ný. Vonandi verður áframhald á þessu.

HK sigur í Breiðholtinu

HK vann ÍR í Inkassódeildinni í kvöld þar sem Brynjar Jónasson gerði sér lítið fyrir og setti þrennu.

HK sigur í Kórnum í kvöld

HK vann góðan 2-0 sigur á liði Hauka í kvöld í Kórnum. Bjarni Gunnarsson skoraði fyrra mark okkar manna í kvöld og Reynir Már Sveinsson bætti við öðru marki á 77 mínútu seinni hálfleiks.

HK - Haukar í Inkassódeildinni

HK tekur á móti Haukum í Kórnum næstkomandi föstudag ⚽

HK/Víkingur tveir leikmenn til viðbótar í 100 leiki

Á síðasta heimaleik HK/Víkings gegn Tindastóli voru tveir leikmenn heiðraðir fyrir að ná 100 leikja markinu. Þær Milena Pesic og Þórhanna Inga Ómarsdóttir náðu því marki þar með og urðu tólfti og þrettándi leikmaður HK/Víkings sem nær því marki.

Brynjar Jónsson í HK

HK sem spilar í Inkasso deild karla hefur keypt Brynjar Jónasson frá Þrótti Reykjavík. Brynjar lék með Þrótti árin 2016 og 2017. Áður lék Brynjar með Fjarðarbyggð.